Bætir vöru í körfuna þína
BRUSH ON BUILDER GEL
FYRIR LÆRÐA NAGLAFRÆÐINGA
DAGSKÓLI ( 9:30- 15:30)
KVÖLDSKÓLI (17:30 -22:30)
TAKMARKAÐ PLÁSS, AÐEINS 6 Á HVERJU NÁMSKEIÐI
Vorum að setja inn nýja dagsetningu, skráning opnar á fimmtudaginn!
12 ágúst er kvöld!
Langar þig að læra á brush on builder gel (BIAB)?
Þá er þetta námskeiðið fyrir þig!
💗
VERÐ:
90.000kr
Þetta námskeið er ætlað fyrir naglafræðinga sem langar að vinna með brush on builder gel. Skylda er að vera með diplómu í gel eða akrýl fyrir þetta námskeið!
Námið er einn kennsludagur. Allir sem skila verkefnum sem kennari er sáttur með fá viðurkennda alþjóða diplómu sem naglafræðingur í Brush on builder geli!
Á þessu námskeiði er kennt á Brush on builder gel og farið verður yfir eftirfarandi:
Dagur 1 - Brush on builder
Vöruvitund
Undirbúningur
Tips og hvernig á að móta nöglina
Bygging og ásetning á geli
Þjölun og fínpússun
Gellökkun, french, að setja glimmer inní gel (encapsulation)
Lagfæring
Fjarlæging
Umhirða
Einnig lærir þú "tips and tricks" til þess að ná samkeppnisforskoti sem naglafræðingur á Íslandi!
Við mælum með að klára lokaverkefnin sem þarf að skila til að standast kúrsinn á innan við 6 mánuðum frá skráningu!
GLÆSILEGUR VÖRUPAKKI FYLGIR ÞESSU NÁMSKEIÐI!
Í honum er allt sem þú þarft.
Kit+lampi
Allir sem hafa gengið frá skráningu og greiðslu fá netpóst frá okkur með nánari upplýsingum um námskeiðið <3
Hægt að greiða í eingreiðslu eða með raðgreiðslum Teya. Þegar gjaldið er greitt ertu komin/nn með pláss á námskeiðinu. Namskeið fæst ekki endurgreitt.
ATH! Hægt er að sækja um styrk hjá stéttarfélagi með kvittun námskeiðsins!
Jórunn Lára Ó.
Hverrar krónu virði! Lærði ótrúlega margt hagnýtt á námskeiðinu, bætti ekki bara við mig þekkingu í BIAB fannst þetta bara gera mig enn betri naglafræðing yfirhöfuð Einnig var alveg sturlað vel útbúin vörupakki sem var fullur af gæða vörum sem maður þarf á að halda Svo má ekki gleyma hvað Katla er mikill snillingur og algjört yndi hún gerir þennan tíma hverrar krónu virði ✨Takk aftur fyrir mig
Heiðdís J.
Ótrúlega skemmtilegt biab námskeið fyrir naglafræðinga sem ég mæli ekkert smá með. Mjög lærdómsríkt þar sem þú lærir sjúklega margt nýtt og líka svo metnaðarfullur kennari hún Katla <3
Mæli með fyrir alla sem langar að byrja vinna með biab
Alexandra R.
Excellent school.Good equipment and the best teacher with massive and very useful knowledge.
Her name is Katla❤️.The best teacher I could ever imagine, lovely and funny person.
I will recommend to everyone who wants to do nails properly in nice atmosphere. I wish everyone a teacher like Her.
Karólína S.
Fór á Biab namskeið fyrir naglafræðinga og mæli með!!! Þetta var svo gaman og lærði fullt. Líka ótrúlega gaman að læra af meistaranum<3
Guðrún Ósk G.
Ég var búin að bíða eftir því að Katla myndi bjóða uppá naglaskóla og loks varð af því og ég þurfti ekki hugsa mig tvisvar um að skrá mig þegar ég sá BIAB
námskeiði hennar og ég sé svo sannarlega ekki eftir því.
Katla er ótrúlega fagmannleg í þessu og svona líka hress og glaðlind <3
Ég lærði heilan helling hjá henni þennan dag sem námskeiðið var, allskonar tips og tricks sem hjálpa mér í dag sem BIAB naglafræðing.
Ég elska Glitterbels vörunar og nota þær alfarið núna og fallegu vörurnar hennar Kötlu - Shimmer <3
Katla fær 10/10 og námskeiðið líka og omg kittið sem er innifalið í námskeiðinu er ekkert lítið flott og veglegt.
Mæli með!
Guðlaug A.
Ég fór á BIAB námskeið hjá henni Kötlu og sé svo sannarlega ekki eftir því <3
Hún er svo mikill fagmaður og frábær kennari. Hún er alveg yndisleg og gat svarað öllu og útskýrt allt svo vel.
Ég lærði mikið nýtt hjá henni og er mjög spennt að vinna meira með Glitterbels vörurnar.
Ekki skemmir fyrir hvað þær eru ótrúlega fallegar og stílhreinar
Hún fær 100% meðmæli frá mér ❤️
Notaður hægrr/vintri örvanar til þess að stjórna glærunum eða flettu til hægri/vinstri ef þú ert í síma