AKRÝL Námskeið - fyrir GEL naglafræðinga
NÆSTA NÁM ER KVÖLDSKÓLI
4 þurfa að skrá sig svo námskeiðið sé haldið🩷
DAGSSKÓLI: 2 DAGAR YFIR 1-2 VIKNA TÍMABIL ( 9:30- 15:30)
KVÖLDSKÓLI: 2 DAGAR YFIR 1-2 VIKNA TÍMABIL (17:30 - 22:30)
ATH! NÁMIÐ ER LENGRA EN 2 VIKUR ÞVÍ KLÁRA ÞARF SKIL Á LOKAVERKEFNUM TIL AÐ ÚTSKRIFAST!
Viltu bæta við þig Akrýl?
TAKMARKAÐ PLÁSS, AÐEINS SEX Á HVERJU NÁMSKEIÐI💗
VERÐ FYRIR NÁMSKEIÐ
195.000kr
Þetta námskeið er ætlað Gel naglafræðingum sem langar að vinna með akrýl . Þú þarft að vera með diplómu sem gel naglafræðingur til þess að skrá þig í þetta nám!
Námið eru 2 kennsludagar (dagur 1 og dagur 2, með ca 2 vikna millibili). Skila þarf heimavinnu fyrir hvern námskeiðsdag. Allir sem ná verkefnunum fá viðurkennda alþjóða diplómu sem naglafræðingar í akrýl!
Við mælum með að klára lokaverkefnin sem þarf að skila til að standast kúrsinn á innan við 6 mánuðum frá skráningu!
Á þessu námskeiði er kennt á akrýl og farið verður yfir eftirfarandi:
Dagur 1 - Prep og ásetning
Vöruvitund
Efnafræði - um efnin
Öryggisatriði og heilsa
Hvernig á að vinna með efnið
Undirbúningur (bor)
Allt um tips
Shape og hvernig móta á nöglina - allt um byggingu nagla
Ásetning
Hvernig taka á upp akrýlperlur og vinna með
Dagur 2- lagfæring og fjarlæging
ATH! Mæta þarf með neglur með vöxt (ásetning frá fyrri tíma) til að hægt sé að æfa sig!
Lærum að lagfæra og koma rétta forminu á nöglina aftur
Notkun á glimmeri og lituðum akrýlum
Lærum öfugt french og ombre
Vandamál og umhirða
Einnig lærir þú öll "tips and tricks" til þess að ná samkeppnisforskoti sem naglafræðingur á Íslandi!
Við notum Bor (efile) á námskeiðinu! - ATH bor og lampi fylgir ekki, sendið okkur skilaboð ef þú óskar eftir lampa🥰
GLÆSILEGUR VÖRUPAKKI FYLGIR ÞESSU NÁMSKEIÐI!
Í vörupakkanum er allt sem þú þarft í ásetningu og fjarlægingu.
Í skólanum notist þið við ykkar eigin neglur eða gervineglur en skylda er að nota módel í verkefnum heima fyrir<3
Hægt að greiða í eingreiðslu eða með raðgreiðslum Teya. Þegar gjaldið er greitt ertu komin/nn með pláss á námskeiðinu. Namskeið fæst ekki endurgreitt.
ATH! Hægt er að sækja um styrk hjá stéttarfélagi með kvittun námskeiðsins!
Endilega bætið ykkur inná síðu skólans á Facebook fyrir áframhaldandi stuðning!
Allir sem hafa gengið frá skráningu og greiðslu fá netpóst frá okkur með nánari upplýsingum um námskeiðið <3
Kennari : Katla Halldórsdóttir (@neglurkatla)