UM SHIMMER.IS 💅🏼
Hvað gerir Shimmer sérstakt?🩷
Á bakvið glitrandi upplifun, stílhreina styrkingu og ánægjulegt spjall liggur traust þekking naglafræðings og vönduð verkfæri. Eitthvað sem Shimmer.is hefur alla tíð staðið fyrir, netverslun og naglaskóli sem lyftir staðlinum í faginu.
Shimmer hófst sem netverslun árið 2021, stofnuð af nagla- og viðskiptafræðingi sem sá vöntun á markaði og lét það ekki framhjá sér fara. Vöntun á vönduðu, þéttu en jafnframt fallegu úrvali naglavara fyrir faglærða.💓
Með örum vexti og mikilli eftirspurn gafst Shimmer svo tækifæri til þess að opna naglaskóla árið 2023, sem síðan þá hefur boðið upp á sérhæfða menntun þar sem fagmenn framtíðarinnar fá að blómstra. Hóparnir í naglaskólanum eru aldrei fleiri en sex talsins til að tryggja persónulega þjónustu við hvern nemanda.
Grundvallar atriði netverslunarinnar og naglaskóla Shimmer.is er djúp þekking og kunnátta þess vörumerkis og verkfæra sem naglafræðingar nota og eru þar öryggi og upplýsingaflæði í fyrirrúmi.✨
Shimmer.is er dreifingaraðili fyrir vörur frá sístækkandi, bresku naglamerki sem heitir Glitterbels og er vel þekkt innan geirans. Glitterbels er fyrirtæki hjóna sem heita Annabel og Elliot Maginnis og var stofnað árið 2018.
Glitterbels vinnur hörðum höndum að því að halda í við tísku strauma naglaheimsins, þó með mikilli varkárni til að tryggja öruggar og faglegarvörur.
Shimmer reynir þar að leiðandi að skapa gott umhverfi fyrir núverandi og tilvonandi naglafræðinga framtíðarinnar með góðri vitundavakningu, fræðslu og vönduðum vörum.
Kynntu þér vöruúrvalið og umsagnir námskeiða✨